top of page

Reglur bílskýla Strikinu 2-12

 

1. gr

Reykingar og öll meðferð elds og efna er stranglega bönnuð í bílskýlinu.

 

2. gr

Stranglega bannað að börn og unglingar séu að leik í skýlunum.

 

3. gr

Óheimilt er að láta bíl ganga lausagang meir en nauðsyn krefur við akstur til og frá stæði.

 

4. gr

Óheimilt er að geyma önnur tæki en bíla, hjólhýsi, mótorhjól svo og báta og vélsleða á vögnum í skýlunum.

5. gr

Smáviðgerðir á bifreiðum notenda skýlis eru heimilar svo framarlega sem þær valda ekki óþrifum eða trufla á nokkurn hátt afnot annarra af skýlinu.

 

6. gr

Þvottastæðið er aðeins til afnota fyrir íbúa Strikinu 2 - 12 og skal ætíð skola stæðið eftir notkun og sjá til þess að skilið sé við það í góðu standi.

 

7. gr

Óheimilt er að leigja öðrum en íbúum við Strikið 2 - 12 stæði nema með samþykki stjórnar og/eða húsfundar. Óheimilt er að leyfa utanaðkomandi aðilum afnot af skýlinu nema að eigandi sé sjálfur viðstaddur og á ábyrgð viðkomandi eigenda.

 

8. gr

Óheimilt er að stúka stæðin með þiljum eða þess háttar. Heimilt er að setja upp snyrtilega skápa eða hillur í bílastæði ef það torveldar ekki aðgang að viðkomandi eða nærliggjandi stæðum og hindrar ekki þrif. Skal slíkt ætíð gert í samráði við húsvörð.

 

9. gr

Blásari skal vera stöðugt í gangi, og gæta skal þess að hylja ekki loftræsistúður.   Ljós í keyrslubraut skulu loga allan sólarhringinn, bílskúrsdyr skulu vera lokaðar nema þegar ekið er um þær.  Þá skal þess gætt að  dyr í sameiginleg rými séu lokaðar nema þegar gengið erum þær.

 

11. gr

Það er stranglega bannað að eiga við bílskúrshurðina, og taka úr sambandi nema um neyðartilfelli sé að ræða. Ef hurðin er eitthvað biluð eða stendur á sér, þá á að hafa strax samband við húsvörð.

 

12. gr

Bílar eru ekki brunatryggðir sameiginlega í skýlinu og er því ótryggðir fyrir bruna nema þeir séu kaskótryggðir eða brunatryggðir sérstaklega.  Íbúum er bent á að tryggja bíla sína.

 

Þessar reglur voru samþykktar á fundi húsfélagsins þann 7. október 2008

****************************************************************************************************.

Aðalfundur húsfélagsins 27.02.2014 samþykkti eftirfarandi tillögu:

Tillaga nr. 3    Borin upp af stjórn.   

 

"Aðalfundur samþykkir að húsfélagið (bílageymsla) kosti lagningu stofnleiða raflagna svo að rafbílaeigendur geti lagt þar raflagnir sínar til hleðslu rafbíla.  Rafvirki hússins leggur svo raflögnina að beiðni og á kostnað hvers bílastæðiseiganda fyrir sig"

 

Smá skýring:

Hér er átt við að eigendur allra bílastæða kosti stofnbraut lagnastiga sem nær frá rafmagnstöflu (mælatöflu) og um bílastæðahúsið en þeir bílastæðaeigendur sem þess óska fái rafvirkja hússins til að leggja og tengja raflögnina að hleðslubúnaði og bera af því allan kostnað. 

 

 

 

© 2023 by The HANDYMAN Ltd. Proudly created with Wix.com.

bottom of page